Eftirmaður ten Hag rekinn

Alfred Schreuder er ekki lengur stjóri Ajax.
Alfred Schreuder er ekki lengur stjóri Ajax. Ljósmynd/Ajax

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax hefur vikið þjálfaranum Alfred Schreuder frá störfum, eftir aðeins hálft ár í starfi. Schreuder var ráðinn til Ajax eftir að Erik ten Hag skipti yfir til Manchester United.

Undir stjórn Schreuders hefur hins vegar lítið gengið upp og hefur verið leikið sjö leiki í röð í hollensku úrvalsdeildinni án þess að fagna sigri. Er það jöfnun á óeftirsóknarverðu félagsmeti.

Ajax, sem er ríkjandi meistari, er í fimmta sæti hollensku deildarinnar með 34 stig eftir 18 leiki. Liðið hefur gert sex jafntefli í röð og tapaði þar á undan fyrir AZ Alkmaar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert