Hjörtur valinn leikmaður mánaðarins hjá Pisa

Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjörtur Hermannsson hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í desember hjá ítalska knattspyrnufélaginu Pisa.

Pisa er sem stendur í sjöunda sæti ítölsku B-deildarinnar en liðið lék fimm leiki í desember, vann þrjá, gerði tvö jafntefli og fékk ekki á sig mark.

Hjörtur er lykilmaður í vörn Pisa en hann lék hverja einustu mínútu í miðri vörn Pisa í leikjunum fimm.

Pisa er í harðri baráttu um umspilssæti um sæti í efstu deild á næsta tímabili en einungis fimm stig skilja að liðin í 4.-11. sæti.

Hjörtur með viðurkenninguna.
Hjörtur með viðurkenninguna. Ljósmynd/Instagram@hjorturhermannsson
mbl.is