Mané hellti sér yfir Nagelsmann

Sadio Mané var heitt í hamsi eftir leik Bayern og …
Sadio Mané var heitt í hamsi eftir leik Bayern og PSG. AFP/Christof Stache

Knattspyrnustjórinn ungi Julian Nagelsmann fékk mikla yfirhalningu frá senegalska sóknarmanninum Sadio Mané skömmu áður en Nagelsmann var sagt upp störfum hjá Bayern München í síðustu viku.

Skýrt hefur verið frá því að nokkrir leikmanna liðsins hafi komið því til leiðar að Nagelsmann hefði verið rekinn og Bild skýrir nú frá atviki sem varð eftir leik Bayern og París SG í Meistaradeild Evrópu.

Samkvæmt Bild var Mané afar óhress með að vera ekki skipt inn á í leiknum fyrir en á 82. mínútu og sagði Nagelsmann rækilega til syndanna frammi fyrir leikmönnunum í búningsklefanum eftir leikinn, sem Bayern vann þó örugglega, 2:0.

mbl.is