Tvær magnaðar í Íslendingaliðið

Pernille Harder og Magdalena Eriksson eru komnar til Bayern München …
Pernille Harder og Magdalena Eriksson eru komnar til Bayern München og verða þar til ársins 2026. Ljósmynd/Bayern München

Knatt­spyrnu­kon­urn­ar Pernille Har­der og Magda­lena Eriks­son eru orðnar leikmenn Bayern München í Þýskalandi. Koma þær til þýska félagsins frá Chelsea á Englandi.

Harder er dönsk landsliðskona og hefur leikið 140 landsleiki fyrir þjóð sína. Eriksson hefur leikið 95 landsleiki fyrir sænska landsliðið.

Har­der, sem er þrítug, gekk til liðs við Chel­sea frá Wolfs­burg sum­arið 2020 en hún er næstdýr­asta knatt­spyrnu­kona sög­unn­ar. Eriks­son gekk til liðs við Chel­sea frá Lin­köp­ing árið 2017 og hef­ur hún verið fyr­irliði Chel­sea und­an­far­in ár.

Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir eru all­ar samn­ings­bundn­ar Bayern München.

mbl.is