Átti mark Bjarka að standa? (myndskeið)

Bjarki Steinn í leik með Foggia.
Bjarki Steinn í leik með Foggia. Ljósmynd/Foggia

Bjarki Steinn Bjarkason skoraði annað mark Foggia og jafnaði í 2:2 gegn Pescara í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í B-deild Ítalíu í fótbolta í kvöld.

Bjarki slapp inn fyrir vörn Pescara og skoraði af öryggi með góðu skoti. Leikmenn Pescara voru ósáttir með markið og héldu fram að Bjarki hafi fengið boltann í höndina í uppspilinu.

Myndskeið af markinu má sjá hér fyrir neðan.


 

mbl.is