Guðjón Valur íþróttamaður ársins 2006

Guðjón Valur með verðlaunagripinn, sem fylgir nafnbótinni.
Guðjón Valur með verðlaunagripinn, sem fylgir nafnbótinni. mynd/Arnaldur
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach í Þýskalandi, er íþróttamaður ársins 2006 að mati íþróttafréttamanna sem tilkynntu niðurstöðu kjörsins í hófi á Grand hóteli rétt í þessu. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, varð í öðru sæti, en hann varð fyrir valinu tvö síðustu árin. Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson hjá Ciudad Real, varð í þriðja sæti.

Guðjón Valur fékk 405 atkvæði af 460 mögulegum. Félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna velja Íþróttamann ársins ár hvert og er þetta í 51. sinn sem það er gert. Allir 23 félagsmenn tóku þátt í kjörinu sem er leynilegt og fer þannig fram að hver og einn raðar tíu íþróttamönnum niður og fær sá sem settur er í fyrsta sæti 20 stig, sá sem nætur kemur fær 15, sá í þriðja sæti 10, sá sem lendir í fjórða sæti fær 7 stig, sá í fimmta 6 og svo koll af kolli þannig að sá sem settur er í tíunda sætið fær eitt stig. Síðan eru stigin talin saman og mest var hægt að fá 460 stig.

Þau sem hlutu atkvæði voru:

Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur

Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur

405 stig

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna

333

Ólafur Stefánsson, handknattleikur

188

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur

156

Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna

135

Örn Arnarson, sundmaður

90

Ásthildur Helgadóttir, knattspyrna

81

Auðunn Jónsson, lyftingar

72

Sif Pálsdóttir, fimleikar

70

Ragna Ingólfsdóttir, badminton

44

Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur

27

Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði

24

Ívar Ingimarsson, knattspyrna

10

Arnar Sigurðsson, tennis

10

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur

8

Logi Geirsson, handknattleikur

7

Vignir Hlöðversson, blak

6

Guðmundur Stephensen, borðtennis

4

Brenton Birmingham, körfuknattleikur

4

Þórarinn Eymundsson, knapi

3

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur

1

Logi Gunnarsson, handknattleikur

1

 

mbl.is

Bloggað um fréttina