KA vann fjörugan leik

Allir gulir! Harður slagur við netið í KA-heimilinu í kvöld.
Allir gulir! Harður slagur við netið í KA-heimilinu í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

KA lagði Þrótt frá Neskaupstað, 3:2, í Mizuno-deild karla í blaki í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld eftir spennandi og skemmtilega baráttu.

Heimamenn byrjuðu af krafti og höfðu sigur í fyrstu hrinu 25:17. Þróttarar sneru hinsvegar blaðinu við með því að vinna næstu tvær hrinur, 25:22 og 25:18, og voru þar með komnir með 2:1 forystu.

Í fjórðu hrinu sigruðu KA-menn, 25:20, og þar með þurfti oddahrinu sem var hnífjöfn. Undir lokin var staðan 14:14 en þá fékk KA tvö síðustu stigin og tryggði sér sigur, 16:14. 

Stigahæstir í liði KA voru Piotr Kempisty með 21 stig, Ævarr Freyr Birgisson með 17 og Hristyian Dimitrov með 15 stig.  Hjá Þrótturum var Valgeir Valgeirsson stigahæstur með 18 stig og Matthías Haraldsson með 15.

mbl.is