Þeir bestu í kraftlyftingum keppa á morgun

Júlían J.K. Jóhannsson verður á meðal keppenda.
Júlían J.K. Jóhannsson verður á meðal keppenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margir af sterkustu kraftlyftingamönnum landsins munu mætast á morgun á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði.

Mótið er í umsjá Breiðabliks og fer fram í Smáranum í Kópavogi. Keppni hefst kl. 11 og áætlað er að henni ljúki um 15.30. Keppt er í opnum aldursflokki, ungmennaflokkum og öldungaflokkum.

Meðal skráðra keppenda í opnum aldursflokki eru til að mynda Einar Örn Guðnason, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum, Viktor Samúelsson, íþróttamaður Akureyrar, Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður Reykjavíkur og margfaldur verðlaunahafi í mótum hér heima og erlendis, og hin unga og efnilega Sóley Margrét Jónsdóttir, sem fædd er 2001 en keppir samt í fullorðinsflokki og þykir líkleg til að verða ofarlega í baráttu um stigaverðlaun kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert