Erla hreppti silfrið

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir að lokinni keppni í dag.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir að lokinni keppni í dag. Ljósmynd/ÍSÍ

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hreppti silfrið í götuhjólreiðum kvenna á Smáþjóðaleikunum í San Marínó rétt í þessu. Ágústa Edda Björnsdóttir hafnaði í áttunda sæti, Ása Guðný Ásgeirsdóttir í tólfta og Kristín Edda Sveinsdóttir í því þrettánda. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslands á leikunum.

Óskar Ómarsson náði bestum árangri í götuhjólreiðum karla en hann hafnaði í sjötta sæti. Á eftir honum fylgdu Anton Örn Elfarsson í tíunda sæti, Birkir Snær Ingason í 24. og Guðmundur Róbert Guðmundsson í 25. sæti. 

mbl.is