Úr leik vegna forræðisdeilu

Victoria Azarenka.
Victoria Azarenka. AFP

Hatrömm forræðisdeila yfir 11 mánaða gömlum dreng hefur neytt Victoriu Azarenka til þess að draga sig úr keppni áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst síðar í mánuðinum.

Azarenka mun ekki fá leyfi til þess að yfirgefa Kaliforníuríki Bandaríkjanna með syni sínum, Leo, fyrr en niðurstaða er komin í forræðisdeiluna. Hún er 28 ára gömul og var um tíma í efsta sæti heimslistans, en hún hefur ekki spilað síðan á Wimbledon-meistaramótinu í fyrra.

Azarenka bætist í hóp fleiri stjarna sem hafa dregið sig úr keppni, meðal annars munu Serena Williams og Andy Murray missa af mótinu. Þá er þátttaka Rafael Nadal og Novak Djokovic einnig í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert