Norðmenn sigursælastir í Pyeongchang

Norðmenn fagna sigrinum í liðakeppni karla í skautahlaupi.
Norðmenn fagna sigrinum í liðakeppni karla í skautahlaupi. AFP

Norðmenn hafa verið sigursælastir allra þjóða á Vetrarólympíuleikunum Pyeongchang í Suður-Kór­eu.

Norðmenn hafa unnið alls 33 verðlaun á leikunum, 13 gull, 11 silfur og 9 brons. Þjóðverjar koma næstir en þeir hafa unnið 24 verðlaun, 12 gull, 7 silfur og 5 brons. Kanada er þriðja sigursælasta þjóðin í Pyeongchang en Kanadamenn hafa unnið samtals 21 verðlaun, 9 gull, 5 silfur og 7 brons.

Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa unnið samtals 16 verðlaun en tólfti keppnisdagurinn er á leikunum í dag. Þeim lýkur um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert