Venus vann systraslaginn

Systurnar féllust í faðma eftir leikinn í nótt.
Systurnar féllust í faðma eftir leikinn í nótt. AFP

Systurnar Venus og Serena Williams mættust á Indian Wells tennismótinu í tennis í nótt.

Venus hafði betur gegn Serenu í tveimur settum, 6:3 og 6:4 en þetta var í 29. sinn sem þær systur eigast við á tennisvellinum. Serena hefur betur í þeim rimmum, 17:12.

Mótið er það fyrsta sem Serena tekur þátt í eftir barnsburð fyrir hálfu ári síðan en síðast áttust þær systur við í úrslitum á opna ástralska mótinu í fyrra þar sem Serena fagnaði sigri.

Venus er þar með komin í 16-manna úrslit á mótinu en þar mætir hún Anastasija Sevastovu frá Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert