Hjartnæmur áfangi Fernando Torres

Fernando Torres með bikarinn eftir sigur Atlético Madrid í Evrópudeildinni …
Fernando Torres með bikarinn eftir sigur Atlético Madrid í Evrópudeildinni í kvöld. AFP

Spænski framherjinn Fernando Torres var líklega manna ánægðastur þegar Atlético Madrid vann Evrópudeildina í knattspyrnu með sigri á Marseille, 3:0, í úrslitaleik í kvöld.

Torres, sem er 34 ára gamall, var þarna að vinna sinn fyrsta titil með uppeldisfélagi sínu í sínum næstsíðasta leik fyrir liðið á ferlinum. Ein umferð er eftir af spænsku 1. deildinni og að honum loknum mun Torres yfirgefa herbúðir liðsins. Að fá því að lyfta Evrópubikar með uppeldisfélagi sínu gæti því vart talist betri kveðjugjöf.

Tor­res hóf ung­ur að spila með Atlético Madrid og fékk tæki­færi með aðalliðinu aðeins 17 ára gam­all árið 2001. Frá Atlético fór hann til Li­verpool, Chel­sea og AC Mil­an en sneri aft­ur til upp­eld­is­fé­lags síns fyr­ir tveim­ur árum.

Hann hef­ur skorað 113 mörk í 330 leikj­um með Madri­darliðinu og þá hef­ur hann skorað 38 mörk í 110 leikj­um með spænska landsliðinu sem hann varð heims­meist­ari með 2010 og Evr­ópu­meist­ari 2008 og 2012.

Sjá: Öruggur sigur Atlético í úrslitaleiknum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert