Heimsmet í handstöðu féll í Höllinni

Hér má sjá stóran hluta þeirra 607 einstaklinga sem settu …
Hér má sjá stóran hluta þeirra 607 einstaklinga sem settu heimsmetið í handstöðu í gær. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Fimleikasamband Íslands hélt upp á 50 ára afmæli með pompi og prakt í Laugardalshöll í gærkvöld. Til stóð að afmælisgestir tækju þátt í að slá heimsmet í handstöðu og það tókst heldur betur.

Metið fólst í því að sem flestar manneskjur færu í handstöðu á sama tíma og var áður 399 manns. Fimleikasambandið setti stefnuna á að ná 500 manns saman en gerði gott betur en það því 607 einstaklingar fóru í handstöðu á sama tíma á fjölum Laugardalshallar í gær.

Sönnunargögnum verður nú skilað inn til Heimsmetabókar Guinness og þess beðið að hún staðfesti hið nýja heimsmet.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert