Vann Opna franska í ellefta sinn

Rafael Nadal fagnar í dag.
Rafael Nadal fagnar í dag. AFP

Efsti maður heimslistans í tennis, Rafael Nadal, vann Opna franska meistaramótið í tennis í ellefta sinn í dag. Hann hafði þá betur á móti Dominic Thiem í þremur settum, 6:4, 6:3 og 6:2. 

Nadal hefur nú unnið 17 risamót á ferlinum, þremur minna en Roger Federer sem hefur unnið flest risamót allra. „Það er draumur að hafa unnið þetta ellefu sinnum. Ég var á móti mjög erfiðum andstæðing og þetta reyndi á," sagði Nadal við BBC eftir mót. 

Sigurinn þýðir að Federer og Nadal eru búnir að vinna síðustu sex risamót og eru yfirburðir þeirra algjörir. Nadal er aðeins annar maðurinn í sögunni til að vinna sama risamótið ellefu sinnum. 

mbl.is