Valgarð lenti í 8. sæti á Evrópumótinu

Valgarð Reinhardsson.
Valgarð Reinhardsson. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Valgarð Reinhardsson hafnaði í áttunda sæti í úrslitum í stökki á Evr­ópu­mót­inu í áhaldafim­leik­um í Glasgow í dag.

Valgarð varð í dag fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í stökki og aðeins annar til að komast alla leið í úrslit í áhaldafimleikum á Evrópumóti.

Hann fékk 13,466 í heildareinkunn fyrir stökkin tvö í dag en 0,1 í frádrátt fyrir fyrra stökkið þar sem hann steig út af dýnunni. Í síðara stökkinu var lendingin ekki nægilega góð.

Engu að síður er það frábær árangur hjá honum og er hann áttundi besti stökkvari Evrópu. Val­g­arð er 22 ára og nú­ver­andi Íslands­meist­ari og fim­leikamaður árs­ins 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert