Landsliðshópurinn í badminton valinn

Margrét Jóhannsdóttir er í landsliðshópnum.
Margrét Jóhannsdóttir er í landsliðshópnum. mbl.is/Golli

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari í badminton, Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið hópinn sem mun taka þátt fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða sem fer fram dagana 7.-9. desember.

Ísland spilar í riðli 3 ásamt Portúgal, Hollandi og Sviss en keppt verður í sjö riðlum og verða þeir spilaðir í Englandi, Moldóvu, Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Búlgaríu. Þau lönd sem vinna sinn riðil hafa þá unnið sér inn þátttökurétt á EM landsliða sem mun fara fram í Danmörku í febrúar.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Arna Karen Jóhannsdóttir, TBR

Margrét Jóhannsdóttir, TBR

Sigríður Árnadóttir, TBR

Davíð Bjarni Björnsson, TBR

Kári Gunnarsson, TBR

Kristófer Darri Finnsson, TBR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert