Naumt tap gegn Portúgal

Kári Gunnarsson spilað vel í naumu tapi íslenska landsliðsins.
Kári Gunnarsson spilað vel í naumu tapi íslenska landsliðsins. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska landsliðið í badminton tapaði naumlega, 3:2, gegn Portúgal í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða í Portúgal í dag. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum 5:0, gegn Hollandi og Sviss.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir unnu í tvenndarleik, 21:18 og 24:22 og Kári Gunnarsson vann sitt einvígi í einliðaleik, 21:9 og 22:20. Þá tapaði Arna Karen Jóhannsdóttir í sínum einliðaleik og Ísland tapaði báðum tvíliðaleikjum sínum en þar kepptu þeir Davíð Bjarni Björnsson saman og þær Sigríður Arnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert