Ásgeir náði sér ekki á strik í Króatíu

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir hafa lokið keppni á EM í skotfimi í Króatíu en komust ekki í úrslit. Þau eiga eftir að keppa í parakeppni. 

Ólympíufarinn Ásgeir var nokkuð frá sínu besta og fékk 568 stig í loftskambyssu af 10 metra færi. Sérstaklega fóru tveir rammar af sex illa með hann og hafnaði Ásgeir í 52. sæti af 78 keppendum. Ásgeir hefur þrívegis á ferlinum komist í úrslit á EM. 

Jórunn hafnaði í 59. sæti af 63 keppendum með 543 stig. Þau keppa í parakeppninni í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert