Semenya vann dómsmálið

Caster Semenya
Caster Semenya AFP

Caster Semenya, heims- og ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, vann dómsmál gegn Alþjóða frjálsíþróttasambandinu í gær. Hún þarf ekki að taka lyf sem bæla niður testósteron til þess að geta keppt á næstunni. 

Testósteronmagn í líkama Semenyu hefur mælst hátt og til stóð að hún, og fleiri konur í sömu stöðu í 400, 800 og 1.500  metra hlaupum, þyrftu að taka inn lyf til að fá að keppa á mótum á vegum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. 

Semenya vildi ekki sætta sig við það og fór í mál sem hún tapaði fyrir íþróttadómstólnum í Sviss. Því vísaði hún til Hæstaréttar í Sviss sem sem úrskuðaði henni í vil, meðal annars á grundvelli mannréttinda kvenna í íþróttum. 

Málinu er ekki lokið og Alþjóða frjálsíþróttasambandið á eftir að bregðast við en reglugerð þess er í það minnsta ekki í gildi eftir dóm Hæstaréttar. 

Semenya er 28 ára og kemur frá Suður-Afríku. Hún er þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur ólympíumeistari í 800 metra hlaupi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert