María bætti sig og vann bronsið

María Rún Gunnlaugsdóttir vann til bronsverðlauna.
María Rún Gunnlaugsdóttir vann til bronsverðlauna. mbl.is/Árni Sæberg

María Rún Gunnlaugsdóttir bætti sinn besta árangur í sjöþraut þegar hún vann til bronsverðlauna á Evrópubikarmóti í fjölþrautum sem fram fór á portgúgölsku eyjunni Madeira um helgina.

Af sex íslenskum keppendum sem skráðu sig til leiks bættu þrír sinn besta árangur. María hlaut alls 5.562 stig, en átti áður best 5.488.

María var í fjórða sæti af 25 keppendum eftir fyrri keppnisdaginn á laugardag. Hún hljóp þá 200 metrana á 25,51 sekúndu, 100 metra grindahlaup á 14,46 sekúndum, stökk 1,75 metra í hástökki og kastaði 11,94 metra í kúluvarpi. Á öðrum degi í gær stökk hún 5,44 metra í langstökki, kastaði 43,45 metra í spjótkasti og hljóp 800 metra hlaup á 2:20,50 mínútum. Það skilaði henni bronsverðlaunum og alls 5.562 stigum eins og áður sagði.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert