Federer mætir Djokovic í úrslitum

Svisslendingurinn Roger Federer hefur átta sinnum fagnað sigri á Wimbledon-mótinu.
Svisslendingurinn Roger Federer hefur átta sinnum fagnað sigri á Wimbledon-mótinu. AFP

Svisslendingurinn Roger Federer mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis sem nú fer fram í London. Djokovic tryggði sér sæti í úrslitunum fyrr í dag eftir 3:1-sigur hinum spænska Roberto Baut­i­sta Agut.

Síðar í dag mættust þeir Federer og Spánverjinn Rafael Nadal þar sem að Federer hafði að lokum betur, 3:1. Federer vann fyrsta settið 7:3 eftir upphækkun en Nadal jafnaði metin í öðru setti þar sem hann vann 6:1-sigur. Federer vann þriðja og fjórða settið nokkuð örugglega, 6:3 og 6:4 og fer því áfram í úrslitin.

Federer er sigursælasti karlmaðurinn á Wimbledon en hann hefur átta sinnum orðið meistari á mótinu. Djokovic hefur unnið mótið fjórum sinnum en Serbinn vann mótið síðast í fyrra eftir sigur gegn Kevin Anderson frá Suður-Afríku í úrslitaleik.

mbl.is