Markið er sett á met og meistaratitla í Laugardal

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (22) og Tiana Ósk Whitworth (57) eru …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (22) og Tiana Ósk Whitworth (57) eru sigurstranglegar á hlaupabrautinni. Ljósmynd/FRÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í 93. sinn um helgina, en í þetta sinn fer mótið fram á Laugardalsvelli.

Flest okkar besta frjálsíþróttafólk er skráð til leiks, með nokkrum undantekningum þó, en fjölmargir keppendur hafa farið mikinn það sem af er tímabili og freista þess að gera enn betur um helgina þar sem Íslandsmeistaratitlarnir eru í húfi.

Ekkert verður af því að sjá vinkonurnar Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Tiönu Ósk Whitworth berjast sín á milli á hlaupabrautinni. Guðbjörg, sem á fjórða besta tímann í Evrópu í 200 metra hlaupi 20 ára og yngri, keppir í greininni en hún bætti Íslandsmetið á dögunum, 23,45 sekúndur. Tiana einbeitir sér hins vegar að 100 metra hlaupi, en þar á hún áttunda besta tímann í Evrópu í ár, 11,57 sekúndur.

Það verður ekki síður spennandi hlaupakeppni í karlaflokki. Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson eru þar skráðir til leiks í 100 og 200 metra hlaupum, en þeir hafa háð harða baráttu síðustu árin en voru ekki með í greinunum í fyrra. Þá vann Jóhann Björn Sigurbjörnsson báðar greinarnar og er einnig á meðal keppenda í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert