Sex lið enn í fallhættu

Brandur Olsen tryggði FH sigur gegn Fylki í Kaplakrika í …
Brandur Olsen tryggði FH sigur gegn Fylki í Kaplakrika í 17. umferð deildarinnar. Ljósmynd/Arnþór

KR varð Íslandsmeistari karla í fótbolta í 27. sinn þegar liðið lagði ÍA að velli á Meistaravöllum. Einhvern veginn svona gæti forsíðugrein Morgunblaðsins hafist 2. september ef hlutirnir falla með Vesturbæingum í næstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar.

KR jók forskot sitt á toppi deildarinnar í níu stig í 17. umferðinni. Vinni liðið tvö lið úr neðri hlutanum, KA og ÍA, í næstu tveimur leikjum, og takist Breiðabliki ekki að vinna FH í stórleiknum í Kaplakrika næsta sunnudag, verður KR orðið Íslandsmeistari eftir 11 daga.

Staða Breiðabliks í baráttu um Evrópusæti hefur veikst mikið síðustu daga. Liðið féll út í undanúrslitum bikarsins og getur misst FH upp fyrir sig í 2. sæti með tapi í Krikanum. Stjarnan, HK og Valur eru svo skammt undan í Evrópubaráttunni, en Valur og Stjarnan mætast í lykilleik í þeim slag á mánudagskvöld. Þrjú efstu sætin í deildinni gefa Evrópusæti og það er ekki nema að FH vinni Víking í bikarúrslitaleiknum og endi í 1.-3. sæti deildarinnar að liðið í 4. sæti fái þátttökurétt í Evrópukeppni.

Hvorki ÍA né Fylki tókst að slíta sig frá fallbaráttunni (og þar með halda sér í Evrópubaráttu) en liðin eru fjórum stigum frá fallsæti. Skagamenn töpuðu fjórða leik sínum í röð í Garðabænum um helgina og Fylkismenn hafa tapað þremur af síðustu fjórum. Eftir sem áður eru það hins vegar KA, Víkingur og Grindavík sem standa í hörðustu baráttunni um að forðast að falla með ÍBV. Ekki er úr vegi að skoða hvaða leiki þessi þrjú lið eiga eftir en tveir innbyrðis leikir eru á dagskránni hjá þeim í næstu tveimur umferðum:

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem útnefndur er leikmaður 17. umferðar, besti ungi leikmaður 17. umferðar og birt úrvalslið Morgunblaðsins úr umferðinni ásamt stöðunni í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert