Stilltu sér upp í myndatöku í miðjum leik

Sigrinum fagnað í Kansas City.
Sigrinum fagnað í Kansas City. AFP

Bakvörður dagsins horfði á úrslitaleikinn í NFL-deildinni fyrir tæpri viku og hafði gaman af. Miðað við umstangið í kringum viðburðinn og sjónvarpsútsendinguna er reyndar magnað að söngur listamannanna sem tróðu upp hafi illa skilað sér inn í stofu til sjónvarpsáhorfenda. En það er svo sem aukaatriði frá mínum bæjardyrum séð.

Eitt atriði í leiknum sjálfum vakti athygli mína. Um tíma þegar komið var fram í síðasta leikhluta virtist San Francisco 49ers vera með leikinn nánast í höndunum. Liðið var í það minnsta í vænlegri stöðu.

Liðið vann boltann af Kansas City Chiefs þegar 12 mínútur voru eftir og San Francisco var yfir 20:10. Sá sem hafði náð boltanum tók á rás inn í eigið mark til að fagna fyrir framan áhorfendur og ljósmyndara. Samherjarnir fylgdu á eftir og stilltu þeir sér upp í myndatöku fyrir framan haf ljósmyndara.

Sjá bakvörð dagsins í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert