Við lifum á fordæmalausum tímum

Íslandsmeistarar KR þurftu að taka á sig launalækkun á dögunum …
Íslandsmeistarar KR þurftu að taka á sig launalækkun á dögunum vegna kórónuveirufaraldsins sem nú geisar. mbl.is/Hari

„Við lifum á fordæmalausum tímum“ er setning sem heyrist oft þessa dagana. Það má alveg ganga svo langt að segja að orðið fordæmalaust sé ofnotað þessa dagana vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Ógnvekjandi tímar kalla á einstakar aðgerðir og allt það og ef fólki líður betur með að viðra orðaforða sinn með slíkum hætti er það bara vel.

Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárhag íslenskra íþróttafélaga að undanförnu. „Að spenna bogann of hátt“ er önnur setning sem hefur farið mikinn í tíðarandaum. Margir hafa látið í sér heyra, misfróðir, um það hversu illa íslensk íþróttafélög eru rekin og að hér sé íþróttafólk sem er í meðallagi gott að þiggja allt of há laun fyrir sína vinnu, ef vinnu skyldi kalla.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert