Ákváðu þetta mjög skyndilega

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst afar stoltur af leikmönnum sínum sem sýndu Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning sinn í verki á æfingu á dögunum er þeir heiðruðu minningu George Floyd með því að krjúpa á hné.

Leikmenn Liverpool krjúpa á hné á æfingu liðsins 1. júní.
Leikmenn Liverpool krjúpa á hné á æfingu liðsins 1. júní. Ljósmynd/@JamesMilner

Mótmæli gegn kynþáttam­is­rétti og lög­reglu­of­beldi í Bandaríkjunum í kjöl­far and­láts Georg Floyds sem lést í haldi lög­regl­unn­ar er lög­regluþjónn kraup á hálsi hans í lengri tíma hafa farið fram víða um heim síðustu daga. Á æfingu Liverpool-liðsins á mánudag ákváðu leikmennirnir í sameiningu að sýna stuðning sinn í verki en að sögn Klopp kom hugmyndin frá leikmönnum.

„Okkur er það mjög eðlislægt að styðja við Black Lives Matter-hreyfinguna. Sérstaklega ef þú horfir á liðið okkar: Við höfum leikmenn frá Afríku og Englandi og fleiri með sambærilegan bakgrunn,” sagði Klopp við þýskan hluta Sky Sports.

„Þetta er okkur eðlislægt en fyrst um sinn datt okkur þetta ekki í hug. En svo skyndilega ákváðu strákarnir þetta. Ég hef verið stoltur af þessum strákum í langan tíma og þetta var enn eitt frábæra augnablikið,” sagði Klopp.

„Ég varð virkilega stoltur þegar ég sá þá þarna og myndin var tekin því þetta sendir svo mikilvæg skilaboð,” sagði Klopp enn fremur.

Leik­menn NFL-deild­ar­inn­ar voru fyrst­ir til krjúpa á hné en Col­in Kaepernick, fyrr­ver­andi leik­stjórn­andi San Francisco 49ers, ákvað að gera það fyrst­ur allra árið 2016 er þjóðsöng­ur Banda­ríkj­anna var spilaður fyr­ir leiki liðsins á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu það ár.

Með með því að krjúpa á hné vildi Kapernick vekja at­hygli á mál­efn­um hör­unds­dökkra í Bandaríkjunum og mót­mæla þeirri kúg­un og því of­beldi sem fólk af öðrum kynþætti en þeim hvíta hef­ur mátt þola í gegn­um árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert