Fær svigrúm þjálfarans til að gera sín mistök

Stefán Árni fór á kostum gegn Breiðabliki.
Stefán Árni fór á kostum gegn Breiðabliki. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vesturbæingurinn Stefán Árni Geirsson átti mjög góðan leik fyrir KR þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Breiðabliki í 6. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Meistaravöllum í Vesturbæ á mánudaginn síðasta.

Stefán, sem verður tvítugur í nóvember, kom KR-ingum yfir strax á 2. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak en hann uppskar tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína gegn Blikum.

Stefán hefur komið við sögu í fjórum leikjum með KR í deildinni í sumar en hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild gegn Breiðabliki.

„Við ætluðum okkur að sjálfsögðu að vinna þennan leik en að sama skapi hefði maður kannski alveg tekið stigið fyrir fram enda Blikarnir með frábært lið,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Leikplanið okkar gekk fullkomlega upp ef svo má segja. Við lokuðum algjörlega á alla þeirra styrkleika á meðan við nýttum okkar og þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu.

Viðtalið við Stefán má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert