Kári og Margrét vörðu meistaratitlana

Margrét Jóhannsdóttir og Kári Gunnarsson hafa verið ósigrandi í einliðaleik …
Margrét Jóhannsdóttir og Kári Gunnarsson hafa verið ósigrandi í einliðaleik á Íslandsmótinu undanfarin ár. mbl.is/Hari

Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir vörðu titla sína sem Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton á Íslandsmótinu sem lauk í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær.

Kári varð Íslandsmeistari níunda árið í röð með því að sigra Róbert Inga Huldarsson úr BH í úrslitaleiknum, 21:9 og 21:15. Hann er þar með búinn að vinna þrjá Íslandsbikara til eignar.

Margrét vann Sigríði Árnadóttur úr TBR í úrslitaleik kvenna, 21:13 og 21:11, og hefur nú orðið Íslandsmeistari í einliðaleik fimm ár í röð.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigruðu í tvíliðaleik karla, Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir úr TBR sigruðu í tvíliðaleik kvenna og í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri Finnsson úr TBR og Drífa Harðardóttir úr ÍA.

mbl.is