Áfall fyrir Sveinbjörn

Sveinbjörn Iura er úr leik í Tékklandi.
Sveinbjörn Iura er úr leik í Tékklandi. Ljósmynd/Júdósamband Evrópu

Júdókappinn Sveinbjörn Iura féll úr leik í 2. umferð á Evrópumótinu í Prag í dag er hann mætti Rúmenanum Marcel Cercea.

Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, sat hjá í 1. umferð. Cercea mætir Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu í 3. umferðinni.

Tapið gæti haft mikil áhrif á baráttu Sveinbjörns um að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en hann hefur sett stefnuna á að komast á leikana.

Sveinbjörn er ekki eini Íslendingurinn í Prag því Egill Blöndal mætir Beka Gvinasvhili frá Georgíu í -90 kg flokki á morgun. Gvinasvhili er í 10. sæti á heimslistanum.

mbl.is