Sögulegur leikur leikstjórnendanna

Tom Brady er sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar.
Tom Brady er sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. AFP

Leikur New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers í 2. umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ruðningi í Bandaríkjunum um næstu helgi verður sögulegur en leikstjórnendur beggja liða eru báðir komnir á seinni hluta ferilsins.

Drew Brees, 41 árs, er leikstjórnandi New Orleans en Tom Brady, 43 ára, er leikstjórnandi Tampa Bay en þeir verða elstu leikstjórnendurnir til þess að mætast í úrslitakeppninni.

New Orleans vann þægilegan 21:9-heimasigur gegn Chicago Bears í fyrstu umferðinni á meðan Tamba Bay vann Wahington Football Team í Washington, 31:23.

Alls eru átta lið eftir í úrslitakeppninni í ár en Pittsburgh Steelers, Tenesse Titans, Indianapolis Colts, Seattle Seahawks, Washington Football Team og Chicago Bears féllu öll úr leik um síðustu helgi.

Næstu leikir úrslitakeppninnar:

Green Bay Packers - Los Angeles Rams
Buffalo Bills - Baltimore Ravens
Kansas City Chiefs - Cleveland Browns
New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers

mbl.is