Fyrrverandi landsliðsþjálfari framdi sjálfsvíg

John Geddert fagnar gullverðlaunum árið 2012.
John Geddert fagnar gullverðlaunum árið 2012. AFP

John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, framdi sjálfsvíg nokkrum klukkustundum eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot.

Dana Nessel, ríkissaksóknari í Michigan, greindi frá þessu.

„Okkur var greint frá því að John Geddert hefði fundist seinnipartinn í dag eftir að hafa framið sjálfsvíg,“ sagði Nessel í yfirlýsingu.

„Þetta er sorglegur endir á sorgarsögu fyrir alla þá sem tengjast henni.“

Geddert, sem átti æfingastöð þar sem kynferðisbrotamaðurinn Larry Nassar starfaði sem læknir, var ákærður í 24 liðum.

Hann átti yfir höfði sér lífstíðardóma hefði hann verið fundinn sekur um sum af þeim brotum sem hann var ákærður fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert