Fórnaði öllu

„Fyrst og fremst gleði,“ sagði Íris Mist Magnúsdóttir, tvöfaldur Evrópu- og Norðurlandameistari í hópfimleikum, um tilfinninguna sem fylgdi því að verða Evrópumeistari í fyrsta sinn árið 2010 í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íris Mist byrjaði að æfa fimleika þegar hún var sjö ára gömul og gekk í gegnum ýmislegt á nítján ára ferli en hún lagði skóna á hilluna árið 2013.

Hún starfar í dag hjá Fimleikasambandi Íslands en hún varð þriðja í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010.

„Ferlið í átt að Evrópumeistaratitilinum var gríðarlega langt og við lögðum svakalega mikið á okkur,“ sagði Íris.

„Maður komst aldrei í matarboð sem dæmi eða í vinahittinga. Maður var aldrei með í neinu nema fimleikunum,“ bætti Íris við meðal annars.

Viðtalið við Írisi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert