Gullhrinur í úrslitakeppninni

Úrslitakeppnin í blakinu fer af stað í næstu viku.
Úrslitakeppnin í blakinu fer af stað í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitlana í blaki hefst í næstu viku en fyrsti leikdagur hjá konunum er þriðjudagurinn 27. apríl og hjá körlunum sunnudagurinn 2. maí.

Leikið verður eftir nýju fyrirkomulagi fram að úrslitaleikjum en öll einvígin fram að því verða tveir leikir þar sem liðið sem er ofar í deildinni fær seinni leikinn á heimavelli. Ef staðan verður 1:1 í einvíginu að honum loknum ráðast úrslitin með svokallaðri gullhrinu, en þar er leikin ein hrina til úrslita um hvort liðið komist áfram.

Í úrslitaeinvígjunum verða hinsvegar hefðbundnir tveir eða þrír leikir þar sem liðið sem vinnur tvo leiki verður Íslandsmeistari. Úrslitaeinvígi kvenna á að fara fram 15. til 22. maí og úrslitaeinvígi karla dagana 23. til 28. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert