Nanna náði lengst á Evrópumótinu í Basel

Nanna Guðmundsdóttir náði lengst á EM í dag.
Nanna Guðmundsdóttir náði lengst á EM í dag. Ljósmynd/Árni Torfason

Nanna Guðmundsdóttir náði besta árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum en undanúrslit mótsins fóru fram í dag í Basel í Sviss.

Nanna hafnaði í 56. sæti af 107 keppendum og fékk 47,032 stig. Guðrún Harðardóttir varð í 61. sæti með 46,631 stig, Hildur Maja Guðmundsdóttir varð í 69. sæti með 45,398 stig og Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í 70. sæti með 45,364 stig. Þetta var besti árangur þeirra allra á þessu ári.

Íslensku stúlkurnar hafa allar lokið keppni en undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun og þar verða einnig fjórir íslenskir keppendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert