Vildi ekki ræna hann föðurhlutverkinu

„Maður veit ekkert hvort kerfið virkar fyrr en maður prófar það,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ásdís lagði spjótið á hilluna á síðasta ári en til stóð að hún myndi ljúka ferlinum á Ólympíuleikunum í Tókýó og Evrópumótinu í París í Frakklandi.

Báðum mótum var hins vegar frestað vegna kórónuveirufaraldursins og vonuðust margir til þess að Ásdís myndi taka eitt ár í viðbót.

„Það er alveg munur á því að reyna að eignast barn þegar maður er annars vegar 35 ára og hins vegar 36 ára, sérstaklega ef þú vilt eignast fleiri en eitt,“ sagði Ásdís.

„Þetta snýst heldur ekki bara um mig lengur því þarna hefði ég getað verið að taka möguleikann frá manninum mínum að verða pabbi.

Ég er búin að vera að kasta spjóti í tuttugu ár og fara á þrenna Ólympíuleika. Var það þess virði að taka sénsinn á einu ári í viðbót og fórna möguleikanum á því að verða mamma?“ sagði Ásdís meðal annars.

Viðtalið við Ásdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert