Erna endaði í níunda sæti á EM

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir hafnaði í níunda sæti í úr­slitum í kúlu­varpi kvenna á Evr­ópu­meist­ara­móti 23 ára og yngri í frjálsíþrótt­um í Tall­inn í Eistlandi. Hún varð í morg­un ein af 12 kepp­end­um sem komust áfram úr undan­keppn­inni.

Erna kastaði 15,57 metra í morgun til að komast áfram úr undakeppninni og bætti svo svo aðeins í úrslitunum sem hófust rétt eftir 13. Lengst kastaði hún 15,75 metra, í þriðji tilraun, og dugði það henni til að enda í níunda sæti af 12 keppendum. Íslandsmet Ernu er 16,77 metrar en hún setti það í vor.

Jessica Schilder frá Hollandi tók gullið en hún kastaði lengst 18,11 metra. Lea Riedel frá Þýskalandi var önnur, kastaði 17,86 metra, og Svíinn Axelina Johansson tók bronsið, kastaði 17,85 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert