Minntu á ásakanir um kynferðisofbeldi

Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í 12 …
Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í 12 ár fyrr í dag. AFP

Fána með skilaboðum til stuðnings konu sem sakaði knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo um kynferðisbrot var flogið yfir Old Trafford, leikvang Manchester United, fyrir fyrsta leik Ronaldo eftir endurkomu hans til Manchester í dag. 

Baráttuhópurinn Level Up, sem bar ábyrgð á fánanum, segist hafa viljað „minna áhorfendur“ á ásakanir um nauðgun sem Ronaldo var borinn af Kathryn Mayorga. 

Mayorga segir að Ronaldo hafi beitt sér kynferðisofbeldi á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Árið 2019 tilkynntu saksóknarar í Nevada-ríki að Ronaldo yrði ekki ákærður þar sem ekki væri hægt að sanna sekt hans.

Reyndi að fara fram á endurupptöku

„Trúum Kathryn Mayorga“, stóð á fánanum sem flogið var yfir leikvanginn skömmu eftir að leikurinn hófst klukkan 14 í dag. United sigraði öruggan 4-1 sigur og skoraði Ronaldo tvö mörk í þessum fyrsta leik sínum fyrir liðið í yfir 12 ár. 

BBC greinir frá því að Mayorga hafi samið um miskabætur við knattspyrnumanninn utan dómstóla árið 2010. Á hún að hafa þegið 288 þúsund punda greiðslu, í dag um 50 milljónir króna, gegn því að greina ekki opinberlega frá ásökununum. 

Lögmenn Ronaldo hafa áður sagt að bótagreiðslan hafi „engan verið játning á sekt hans“, heldur leið til þess að „binda enda á fáránlegar ásakanir á hendur honum“. 

Árið 2018 reyndi Mayorga að fara fram á endurupptöku málsins án árangurs. Ronaldo hefur ekki neitað því að hafa hitt Mayorga en segir að samskipti þeirra hafi verið með samþykki beggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert