Karlaliðið líka í öðru sæti í undankeppninni

Íslenska karlasveitin leikur listir sínar í Portúgal í kvöld.
Íslenska karlasveitin leikur listir sínar í Portúgal í kvöld. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Karlalið Íslands í hópfimleikum hafnaði í öðru sæti í undankeppninni á Evrópumeistaramótinu í Guimaraes í Portúgal í kvöld og keppir til úrslita á laugardag.

Reyndar var ljóst fyrirfram að liðið færi í úrslit því aðeins sex þjóðir senda lið í karlaflokki og þær keppa allar til úrslita.

Íslenska sveitin fékk 56,250 stig og kom næst á eftir Svíum sem náðu bestum árangri og fengu 58,875 stig. Portúgalir voru þriðju með 54,750 stig og Bretar fjórðu með 52,550 stig. Talsvert aftar urðu síðan Aserbaídsjan með 43,475 stig og Slóvenar sem urðu síðastir með 38,250 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert