Vann til bronsverðlauna í Svíþjóð

Freyja Birkisdóttir með bronsverðlaunin.
Freyja Birkisdóttir með bronsverðlaunin. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Freyja Birkisdóttir tryggði sér sín fyrstu bronsverðlaun í 400m skriðsundi kvenna á Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fer í Våsby í Svíþjóð í dag. Freyja synti á tímanum 4:20,19 en Thilda Häll frá Svíþjóð kom fyrst í mark á tímanum 4:13,32.

Eva Margrét Falsdóttir synti 200m bringusund á tímanum 2:32,94 og varð í fjórða sæti en það munaði aðeins 23/100 á fjórða og þriðja sætinu.

Steingerður Hauksdóttir synti einnig í úrslitum í 50m baksundi í kvöld en hún kom í mark á tímanum 28,60 og varð í fimmta sæti. Hún synti einnig 50m skriðsund á tímanum 26,08 og hafnaði í sjötta sæti.

Daði Björnsson synti 100m bringusund á tímanum 1:02,38 og varð fimmti í sundinu. Simon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund á tímanum 22,94. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á tímanum 55,86 og varð í sjöunda sæti.

Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig í úrslitum í 400m skriðsundi og varð í áttunda sæti á tímanum 4:02,93 Stúlkurnar enduðu daginn á 4x 200m skriðsundi á tímanum 8:37,93

Mótið heldur áfram í fyrramálið með undanrásum og úrslitin fara fram eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert