Carlsen vann á ný

Magnus Carlsen.
Magnus Carlsen. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen vann Rússann Ian Nepomniachtchi í 8. einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Er Carlsen þá kominn með tveggja vinninga forskot.

Carlsen, sem er ríkjandi heimsmeistari í skák, hafði hvítt í dag og náði fljótlega betri stöðu. Rússinn gaf síðan eftir 46 leiki.

Heimsmeistaraeinvígið fer fram í Dubai og verður 14 skákir nema annar skákmannanna nái 7,5 vinningum áður. Staðan í einvíginu er nú 5-3 fyrir Carlsen.

mbl.is