Stigahæstur í Evrópubikarnum

Martin Hermannsson var stigahæstur í kvöld.
Martin Hermannsson var stigahæstur í kvöld. Ljósmynd/Valencia

Martin Hermannsson átti frábæran leik fyrir Valencia þegar liðið vann öruggan sigur gegn Buducnost frá Svartfjallalandi í toppslag B-riðils Evrópubikarsins í körfuknattleik í Valencia á Spáni í kvöld.

Leiknum lauk með 103:76-sigri Valencia en Martin skoraði 16 stig í leiknum og var stigahæstur í liði Valencia.

Þá gaf íslenski landsliðsmaðurinn fjórar stoðsendingar í leiknum, ásamt því að stela tveimur boltum en hann lék í 22 mínútur í kvöld.

Valencia fer með sigrinum í efsta sæti riðilsins í átta sigra í ellefu leikjum en Gran Canaria og Buducnost koma þar á eftir með sjö sigra.

mbl.is