Hefur ekki efni á að halda áfram

Sturla Snær Snorrason á fullri ferð.
Sturla Snær Snorrason á fullri ferð. Ljósmynd/SKÍ

„Núna þarf maður ekki að standa lengur í harkinu sem fylgir því að vera íslenskur atvinnumaður í einstaklingsíþrótt.“

Þetta segir fremsti skíðamaður landsins, Sturla Snær Snorrason, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir þá erfiðu ákvörðun sína að hætta keppni, á sama tíma og hann er nær því en nokkru sinni fyrr að komast inn í heimsbikarinn í svigi, stóra sviðið í hans íþrótt.

Sturla hefur einfaldlega ekki efni á að halda áfram og segir erfitt fyrir fólk í einstaklingsíþróttum að fá stóra fjárstyrki. Þetta er gömul saga og ný og hefur oft verið rifjuð upp þegar okkar fremsta íþróttafólk hættir keppni á besta aldri.

Fámenn þjóð eins og sú íslenska ætti að eiga meiri möguleika á að ná langt í einstaklingsgreinum en í hópíþróttum. Það væri allavega rökrétt.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert