135 íslenskir þátttakendur á stórri fimleikahátíð

Hluti íslenska hópsins í Madeira í gær.
Hluti íslenska hópsins í Madeira í gær. Ljósmynd/FSÍ

Fimleikahátíðin Golden Age fer fram þessa vikuna á portúgölsku eyjunni Madeira. Þátttakendur á hátíðinni eru um 2.000 að þessu sinni og þar af eru 135 Íslendingar.

Golden Age er sýningarhátíð fyrir 50 ára og eldri.

Íslensku hóparnir koma frá Ármanni, Ballettskóla Eddu Scheving, Kramhúsinu og Dansstúdíó Sóleyjar Jóhannsdóttur. Sýningar fara fram á stórum útisviðum í miðbæ Funchal, höfuðborgar Madeira.

Allir hóparnir komu fram í gær og munu svo sýna aftur seinna í vikunni. Sýningar gærdagsins gengu einkar vel.

Á milli þess sem hóparnir skemmta áhorfendum með atriðum sínum, taka þeir þátt í vinnustofum af ýmsum toga.

mbl.is