Á meira inni þótt hún hafi stórbætt 25 ára Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir stekkur á sunnudag.
Irma Gunnarsdóttir stekkur á sunnudag. mbl.is/Óttar Geirsson

Frjálsíþróttakonan Irma Gunnarsdóttir úr FH stóð uppi sem sigurvegari í langstökki kvenna innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöll Laugardalshallarinnar á sunnudag.

Þar hjó hún ansi nærri sínum besta árangri, 6,36 metrum, með því að stökkva lengst 6,34 metra.

„Ég er bara mjög ánægð með frammistöðu mína. Ég hefði viljað fá fleiri gild stökk en ég fer samt sem áður mjög sátt héðan,“ sagði Irma í samtali við Morgunblaðið á sunnudag. Aðeins tvö stökk af sex voru dæmd gild.

Spurð hvað hafi vantað upp á til þess að jafna eða bæta sinn besta árangur, sem hún setti á Stökkmóti ÍR í síðasta mánuði, sagði hún:

„Ég er ekki alveg viss. Það voru tvö stökk sem voru mjög lítið ógild þannig að með smá heppni hefði þetta kannski komið.“

Viðtalið við Irmu má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert