Skipti um íþrótt en beint til meistaranna

Louis Rees-Zammit í leik með velska landsliðinu í rúgbí.
Louis Rees-Zammit í leik með velska landsliðinu í rúgbí. AFP/Nicolas Tucat

Walesverjinn Louis Rees-Zammit er genginn til liðs við Kansas City Chiefs, ríkjandi meistara NFL-deildarinnar í ruðningi. Rees-Zammit hefur hingað til leikið rúgbí fyrir Gloucester í ensku úrvalsdeildinni.

Rees-Zammit er 23 ára gamall og lék sem vængmaður eða bakvörður í rúgbí og mun spila áþekka stöðu í ruðningi, „running back“ á ensku, sem tekur virkan þátt í sóknarleiknum.

Í lok síðasta árs lýsti Rees-Zammit því yfir að hann hefði áhuga á að reyna fyrir sér í ruðningi og fékk tækifæri til þess í gegnum sérstakt prógramm NFL-deildarinnar sem opnar dyr fyrir leikmenn hvaðanæva að úr heiminum, en flestir leikmenn deildarinnar eru frá Bandaríkjunum.

Svo vel stóð Rees-Zammit sig á æfingum að meistararnir í Chiefs ákváðu að semja við hann.

Rees-Zammit lék 32 landsleiki fyrir Wales í rúgbí og skoraði 70 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert