Ottó og Þórdís Íslandsmeistarar í holukeppni í annað sinn

Ottó Sigurðsson, GKG.
Ottó Sigurðsson, GKG. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þórdís Geirsdóttir úr Keili og Ottó Sigurðsson úr GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þórdís lék gegn Rögnu Björk Ólafsdóttur úr GK í úrslitum og hafði betur, 5/4. Ottó lék gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni úr GR og sigraði Ottó, 2/1. Þetta er í annað sinn sem Þórdís og Ottó sigra á Íslandsmótinu í holukeppni. Ottó gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut í úrslitaleiknum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR sigraði Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni á 21. holu í bráðabana um þriðja sætið. Theodór Sölvi Blöndal úr GO hafði betur, 2/1, gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr Kili í leik um þriðja sætið en Kristján Þór Einarsson GKJ: Theodór sigraði 2/1 og tryggði sér bronsið.

Sætaskipan í karlaflokki:

1. Ottó Sigurðsson, GKG

2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR

3. Theodór Sölvi Blöndal, GO

4. Kristján Þór Einarsson, GKj.

Sætaskipan í kvennaflokki:

1. Þórdís Geirsdóttir, GK

2. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert