Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tekið þátt í tveimur mótum á …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tekið þátt í tveimur mótum á LPGA. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið við að spila fyrsta hringinn á  Founders-meistaramótinu í Phoenix í Bandaríkjunum, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía lék holurnar 18 á þremur höggum undir pari.

Ólafía fékk par á fyrstu sex holunum og fékk svö örn á sjöundu holunni en á hringnum fékk hún 14 pör, ein örn, tvo fugla og einn skolla. Ólafía fékk fugl á síðustu holu dagsins sem gefur henni vonandi byr í seglin fyrir daginn á morgun.

Ólafía Þórunn er sem stendur í 16. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum. Michelle Wie frá Bandaríkjunum, sem var með Ólafíu í ráshóp, er í forystu ásamt löndu sinni Vicky Hurst en báðar léku þær á sjö höggum undir pari. Margir kylfingar eiga hins vegar eftir að ljúka keppni og talsverður hópur er ekki byrjaður að spila.

Bein lýsing:

9. Já vel gert. Ólafía lýkur keppni í dag með því að fá fugl og lék hringinn samanlagt á þremur höggum undir pari.

8. Fjórtánda parið hjá Ólafíu sem á nú bara eftir að spila eina holu. Hún er tveimur höggum undir parinu og er í 24. sæti sem og fimm aðrir kylfingar. Michelle Wie er áfram í toppsætinu á -7.

7. Par hjá Ólafíu á 16. holunni og nú er bara taka góðan endasprett. Ólafía er sem stendur í 24. sæti ásamt níu kylfingum.

6. Enn eitt parið hjá Ólafíu á 15. holu dagsins. Hún er í 20. sæti ásamt fleiri kylfingum eins og staðan er núna. Michelle Wie er áfram í efsta sæti á -6.

5. Ellefta parið að detta í hús hjá Ólafíu en fimmta holan er par fimm. Hún er er í 19. sæti ásamt átta kylfingum. Michelle Wie, sem er með Ólafíu í ráshóp er komin í toppsætið á -6 eftir að hafa fengið tvo fugla í röð og síðan örn.

4. Par hjá Ólafíu á þrettándu holu dagsins. Hún er í 17. sæti ásamt sjö öðrum kylfingum. Nú á hún eftir að spila fimm holur.

3. Já var það ekki. Ólafía að næla sér í fugl á tólftu holu dagsins sem er par fjögur hola. Hún er í 14. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum. Beth Allen frá Bandaríkjunum er í forystu en hún er -5 eftir 14 holur. Michelle Wie sem er með Ólafíu í ráshóp er á -4 en Cheyenne Woods er á sama skori og Ólafía.

2. Ólafía var að fá sitt níunda par á holu númer tvö sem er par fimm hola. Hún er sem stendur í 24. sæti ásamt fleiri kylfingum.

1. Tíunda hola dagsins hjá Ólafíu er hola númer eitt á vellinum. Hún leikur hana á pari, fjórum höggum, og er áfram á einu höggi undir pari vallarins. Hún er í 22. sæti og deilir því með rúmlega 20 öðrum kylfingum. Rétt er að geta þess að enn á helmingur keppenda, 72 talsins, eftir að hefja keppni í dag.

18. Æ, æ. Ólafía fékk skolla á níu brautinni og er samtals á einu höggi undir parinu. Hún er í 21. sæti ásamt fleiri kylfingum.

17. Ólafía fékk par á áttundu brautinni og er áfram tveimur höggum undir pari. Mótið í Phoenix er gríðarlega sterkt en níu af tíu efstu kylfingunum á heimslistanum eru á meðal keppenda.

16. Glæsilegt! Ólafía nældi sér í örn á par 4 polu og er þar með á tveimur höggum undir pari þegar hún hefur lokið við að spila sjö holur. Yani Tseng er í forystu á fjórum höggum undir pari en Ólafía er í sjötta sæti eins og staðan er núna.

15. Ólafía var að klára sjöttu holuna og sem fyrr lék hún á pari. Við trúum ekki öðru en að það styttist í fuglinn.

14. Fimmta parið hjá Ólafíu en hún var að ljúka við að spila fimmtu holuna. Michelle Wie er áfram á þremur höggum undir pari og Cheyenne Woods er á einu höggi undir pari.

13. Ólafía heldur sig enn við parið. Hún hefur spilað fjórar holurnar á pari en nú vonumst því eftir að fugl fari að detta inn hjá henni.

12. Þriðja parið að detta í hús hjá Ólafíu sem er með þaulreyndan kylfubera sér til aðstoðar en hann heitir Zac er frá Hawai. Michelle Wie sem er með Ólafíu í ráshóp hefur byrjað vel og er tveimur höggum undir pari en Cheyenne Woods er á parinu.

11. Næsta hola er par 5 braut og hana klárar Ólafía einnig á pari. 

10. Ólafía hefur leik að þessu sinni á seinni níu holunum, sem þýðir að hún byrjar á þeirri 10. Fyrstu holuna spilar hún á pari. Michelle Wie fékk fugl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert