Átta Íslandsmeistarar krýndir á Akranesi

Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Vikar, Jóhannes, Björn og ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Vikar, Jóhannes, Björn og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ

Íslandsmóti unglinga í golfi lauk í gær, en um 150 keppendur tóku þátt. Leikið var á Garðavelli á Akranesi, en alls voru átta Íslandsmeistarar krýndir á mótinu. Golfklúbbur Reykjavíkur átti flesta Íslandsmeistara, en þeir voru fimm talsins.

Björn Óskar Guðjónsson og Vikar Jónsson voru jafnir að loknum 54 holum og var þá gripið til bráðabana þar sem kylfingarnir léku 18. holu. Lokaholan er par 3, og lék Björn hana á þremur höggum og Vikar á fjórum. Því hreppti Björn Óskar silfrið.

19-21 árs kk (hvítir teigar)
1. Jóhannes Guðmundsson, GR (80-71-69) 220 högg
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (79-76-73) 228 högg
3. Vikar Jónasson, GK (83-71-74) 228 högg

Laufey Jóna átti fjögur högg á Örnu Rún fyrir síðasta daginn, en Laufey lék frábærlega lokahringinn og tryggði sér þar með titilinn.

19-21 ára kvk (bláir teigar):
1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (84-84 -78) 246 högg
2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (86-86-87) 259 högg

Mikil spenna var hjá strákunum, en aðeins eitt högg var á milli Viktors Inga og Kristjáns Benedikts. Ingvar Andri sigraði með tveimur höggum.

17-18 ára kk (hvítir teigar):
1. Ingvar Andri Magnússon, GR (78-76-72) 226 högg
2. Viktor Ingi Einarsson, GR (82-70-76) 228 högg
3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (74-79-76) 229 högg

Ólöf María vann nokkuð öruggan sigur í flokki 17-18 ára, en hún sigraði með 20 höggum.

17-18 ára kvk (bláir teigar):
1. Ólöf María Einarsdóttir, GM (86-80-79) 245 högg
2. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, GR (97-82-86) 265 högg
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (97-91-84) 272 högg

Gríðarlega mikil spenna var í flokki 15-16 ára drengja, en spila þurfti umspil til að fá úrslit. Dagbjartur sigraði eftir þriggja holu umspil við Sigurð Arnar (1., 2. og 9. braut voru leiknar).

15 -16 ára kk (hvítir teigar):
1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (79-73-78) 230 högg
2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (81-75-74) 230 högg
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (81-76-76) 233 högg

Jóhanna Lea lék best í flokki 15-16 ára, en hún lék samtals á 259 höggum.

15 -16 ára kvk (bláir teigar):
1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (94-83-82) 259 högg
2. María Björk Pálsdóttir, GKG (92-89-84) 265 högg
3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (91-88-87) 266 högg

14 og yngri kk (bláir teigar):
1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (80-76-68) 224 högg
2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (83-75-74) 232 högg
3. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (83-78-76) 237 högg

14 og yngri kvk (rauðir teigar):
1. Eva María Gestsdóttir, GKG (88-84-79) 251 högg
2. Guðrún J. Nolan Þorsteinsdóttir, GL (98-82-81) 261 högg
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR (91-91-83) 265 högg

Myndir af verðlaunahöfunum má sjá hér að neðan.

Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Arna Rún, Laufey og ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Arna Rún, Laufey og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri: Bergstein Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Kristján Benedikt, Ingvar Andri, ...
Frá vinstri: Bergstein Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Kristján Benedikt, Ingvar Andri, Viktor og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri. Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Ragna Kristín, Ólöf María ...
Frá vinstri. Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Ragna Kristín, Ólöf María og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri GSÍ. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, María Björk, Jóhanna Lea, ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, María Björk, Jóhanna Lea, Alma Rún og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Sigurður Bjarki, Dagbjartur, Sigurður ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Sigurður Bjarki, Dagbjartur, Sigurður Arnar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Perla Sól, Eva María, ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Perla Sól, Eva María, Guðrún Nolan og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Flosi, Böðvar, Dagur Fannar ...
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Flosi, Böðvar, Dagur Fannar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is