Matsuyama blandar sér í baráttuna

Hideki Matsuyama þakka kylfuberanum sínum James Walton eftir annan hringinn ...
Hideki Matsuyama þakka kylfuberanum sínum James Walton eftir annan hringinn í gær. AFP

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama komst upp að hlið bandaríska kylfingsins Kevin Kisner á toppi PGA-meistaramótsins, en Matsyuama lék annan hring mótsins afskaplega vel í gær. Keppni hefst á þriðja hring mótsins um klukkan 18.00 í dag.

Matsyama spilaði hringinn á sjö höggum undir pari vallarins á meðan Kisner lék á fjórum höggum undir pari vallarins. Leikið var var við afar erfiðar aðstæður á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu og vel gert hjá Matsuyama jafn vel og raun bar vitni.

Jimmy Wal­ker sem bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra komst ekki í gegnum niðurskurðinn, en Matsuyama og Kisner hafa hvorugir sigrað á mótinu áður og spurning hvort að það fari nýtt nafn á bikarinn á PGA-meistaramótinu.

mbl.is